Vefverslun er opin allan sólarhringinn

Gagnlegar upplýsingar fyrir krosssaum

Undirbúa efnið
Bróderí selur sérstakt efni til krosssaums sem kallast Aida. Aida kemur í nokkrum stærðum, gerðum og litum en það er mjög skemmtilegt að leika sér með mismunandi stærðir og liti og sjá hversu mismunandi verkefnið getur orðið.
            Að þessu sinni seljum við þrjár stærðir af Aida, 14count, 16count og 18count. 14count er algengasta stærðin en tölustafirnir segja okkur hversu stórir krossarnir eru og hversu nálægt hvor öðrum þeir eru. Því lægri tala, því auðveldara er að sauma og er 14ct því yfirleitt valið.
 
Undirbúa þræðina
Bróderí selur bæði Anchor og DMC garn. Hvorug tveggja er vinsælt garn en yfirleitt er valið DMC þegar unnið er með stakar uppskriftir keyptar á netinu.
Útsaumsgarn er svokallað Árórugarn og er ein lengja 6 þræðir. Þegar við saumum notum við 2 þræði af þessum 6, nema annað sé tekið fram.
 
Saumað í kross
Í krosssaumi er saumað í kross. Efnið sem við notum stendur saman af litlum kössum en við saumum í kross í þeim. Mælt er með að sauma til hægri heila lengju áður en krossarnir eru kláraðir með því að sauma tilbaka til vinstri. Þá verður lokaútkoman jöfn og fín.
Ef það er verið að sauma svæði þar sem langt bil (meira en 5-10 spor) er á milli krossa í sama lit er mælt með að ganga frá þræðinum og byrja upp á nýtt. 
Við mælum með að klára þráðinn sem er verið að sauma og byrja svo á nýjum lit.

Að byrja að sauma
Við byrjum á að setja efnið í útsaumshringinn ef við ætlum að nota svoleiðis. Þegar það er búið að setja efnið í hringinn, finnið miðjuna á uppskriftinni og miðjuna á efninu og hefjist handa við fyrsta kross. Unnið er til hægri og niður.
Gagnlegt myndband fyrir byrjendur má sjá hér

Baksaumur / backstitching
Baksaumur eða á ensku "backstitching" er oft notaður til að gera útlínur. Hann er táknaður með einföldu striki í uppskriftinni. 
Við mælum með þessu myndbandi hér fyrir góða kennslu af baksaumi.